SOPHIE, Frönsk kvikmyndahátíð og bíræfnir bókaþjófar - a podcast by RÚV

from 2021-02-01T17:03

:: ::

Síðastliðin þrjú ár hafa höfundum, umboðsmönnum og bókaútgefendum um allan heim borist undarlegir tölvupóstar. Við fyrstu sýn virðast skeytin koma frá kollegum þeirra í bransanum sem vilja ólmir fá að sjá hin ýmsu óútgefnu handrit, en þegar betur er að gáð eru tölvupóstföngin tómt fals. Íslenskir höfundar, meðal annars Björn Halldórsson sem í vikunni gefur út sína fyrstu skálfsögu, hafa ekki farið varhluta af þessum tilraunum til handritaþjófnaðs. Ástæða þeirra er á huldu. Stærsta spurningin er þannig ekki hver heldur af hverju? Áhugafólk um framúrstefnupopp er harmi slegið eftir helgina. Á laugardaginn lést skoski músíkantinn, upptökustjórinn og transíkonið SOPHIE 34 ára að aldri. Nafnið er kannski ekki á allra vitorði en áhrifin eru óumdeild, enda er tilraunakenndur rafrænn hljóðheimur SOPHIE algjörlega einstakur, framtíðarlegur og nánast áþreifanlegur. Ana Stanicevic sest um borð í Lestina og ræðir um tónlist og persónu SOPHIE. Einnig verður rætt um Franska kvikmyndahátíð sem hefst í vikunni í tuttugasta og fyrsta sinn.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV