Súpersport!, afturfætur fíls, Að-liggja-út-af-ismi, hvíta Hollywood - a podcast by RÚV

from 2021-06-15T17:03

:: ::

Við fáum þriðja og síðasta pistilinn frá Xinyu Zhang bókmenntafræðing í pistlaröð sem hefur yfirskriftina Formsatriði. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér andstæðunum að standa upp og leggjast út af, og segir meðal annars frá hreyfingu og hugmyndafræði sem mætti kalla ?að-liggja-út-af-isma" en sífellt fleiri kínversk ungmenni nota þá athöfn eða athafnaleysi sem felst í að liggja út af sem andspyrnu gegn væntingum samfélagsins um virkni og velgengni. Melkork Gunborg Briansdóttir flytur innslag byggt á viðtölum hennar við þrjár ungar konur um stöðu kvenna í heimalöndum þeirra. Viðtalið var tekið árið 2017, en á enn vel við. Ein er frá Eistlandi, önnur frá Pakistan og sú þriðja frá Tælandi, en þar er hlutverki kvenna líkt við afturfætur fíls. Við höldum svo áfram að rýna í það hvernig ýmis konar annarleg sjónarmið hafa haft áhrif á framleiðslu Hollywood-kvikmynda í gegnum tíðina. Að þessu sinni fjallar Steindór Grétar Jónsson um hugmyndafræði hvitrar kynþáttahyggju og hvernig hún hefur mótað kvikmyndasöguna. Og við fáum til okkar hljómsveitina Súpersport sem var að gefa út fyrsta lagið af væntanlegri fyrstu breiðskífu sinni, Tveir dagar. Þau ætla að spjalla við okkur og leika lifandi tónlist hér í útvarpshúsinu, troða sér inn í hljóðver númer 9.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV