Tsjernobyl-bæn, Ógæfureið eða klikkað klám, Hinsegin fíklar #2 - a podcast by RÚV

from 2021-12-01T17:03

:: ::

Í síðustu viku hittum við ungan mann, Alexander Laufdal Lund, sem er umhugað um úrræði fyrir hinsegin fíkla. Alexander, sem er tvítugur, er óvirkur fíkill en þegar hann leitaði sér hjálpar á sínum tíma fann hann engin úrræði ætluð fólki eins og honum: hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki. Í vikunni sem leið heyrðum við upplifun Ísabellu vinkonu hans af meðferð á Vogi, í dag kynnir hann okkur fyrir Sævari sem hefur mikla reynslu af svokölluðum eftirmeðferðum og áfangaheimilum, þar sem honum var meðal annars gert að sækja samkomur hjá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. Tengsl trúarbragða og meðferðarrúrræða geta reynst fíklum mikil hindrun, kannski sérstaklega þeim sem eru hinsegin. Við ferðumst 35 ár aftur í tímann til ársins 1986. Í apríl það ár gerðist það óhugsandi, eldur kom upp í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Sovétríkjunum. Hætta var á því að öll Evrópa yrði óbyggileg. En sem betur fer tókst að afstýra því. En slysið hafði gríðarleg áhrif á líf fjölda fólks sem bjó og lifði í námunda við kjarnorkuverið. Þessar sögur eru sagðar í bókinni Tsjernobyl bænin eftir nóbelsskáldið Svetlönu Alexievich sem kemur senn út í íslenskri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar. Gunnar Ragnarsson kvikmyndarýnir Lestarinnar fór í Bíó Paradís í vikunni og sá rúmenska kvikmynd eftir leikstjórann og handritshöfundinn Radu Jude. Myndin heitir Ógæfureið eða klikkað klám og vann Gullbjörninn, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, fyrr á árinu en myndin segir frá kennara sem kemst í hann krappann eftir að kynlífsmyndbandi er lekið á netið Og auðvitað tvær 91 orða jólasögur ritlistarnema.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV