Umdeild bókatíðindi, Bly Manor, framhaldsskólaball, fangi kýs í fyrsta - a podcast by RÚV

from 2020-10-30T16:00

:: ::

Í Lestinni í dag verður hringt til Kaliforníu og rætt við verðlauna-útvarpsmanninn og fyrrum fangann Earlonne Woods, sem býr sig nú undir að kjósa í fyrsta skipti. Earlonne er einn fjölmargra svartra karlmanna í bandaríkjunum sem ekki hefur getað tekið þátt í lýðræðinu vegna laga sem koma í veg fyrir að fangar geti kosið. Bókatíðindi 2020 eru komin út, en þó reyndar aðeins á netinu. Útgáfa bókatíðinda er ómissandi hluti jólanna fyrir mörgum og markar upphaf hins svokallaða jólabókaflóðs en ein bók, í tíðindunum í ár er svo umdeild að það þykir tíðindum sæta. Bókin heitir Tröllasaga 20. Aldarinnar og afneitar tilvist helfararinnar. Við förum í göngutúr niður að Reykjavíkurtjörn. Það er svona nokkurn veginn það næsta sem við komumst því að hanga í Menntaskólanum í Reykjavík um þessar mundir enda er hann lokaður og allt nám fer fram í gegnum fjarkennslu. Það gera allar skemmtanir líka en Skólafélagið lét það ekki aftra sér frá því að halda árshátíð The Haunting of Bly Manor, nefnast nýir hrollvekjuþættir sem koma í kjölfar hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta The haunting of hill house. Júlía Margrét Einarsdóttir útskýrir ánægjuna sem fæst úr áhorfi á hrollvekjur.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV