„Getur verið að þú sért pabbi minn?“ - a podcast by RÚV

from 2019-02-01T16:05

:: ::

Í þættinum í dag heyrum við sögur tveggja einstaklinga sem á óvæntan hátt fundu blóðfeður sína á fullorðinsárum. Sögurnar eru ólíkar en samt er margt líkt með þeim. Hrafnhildur S. Mooney vissi alltaf að hún ætti pabba í Ameríku en pældi ekkert sérstaklega í því - og hitti hann ekki fyrr en fyrir tæpum tíu árum síðan og um leið stækkaði fjölskylda hennar töluvert. Aron Leví Beck var átján ára þegar maðurinn sem hann taldi vera föður sinn fór fram á faðernispróf, sem leiddi hann í sannleikann um að sá sem hann taldi hafa verið föður sinn frá fæðingu var það ekki. Hann fann föður sinn og sex tónelsk systkini. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Aron Leví Beck, Hrafnhildur S. Mooney og Rúnar Þór.

Further episodes of Málið er

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV