Aðalheiður Hólm, upphaf alheimsins og kirkjan á Kaldrananesi - a podcast by RÚV

from 2021-12-14T11:03

:: ::

Aðalheiður Hólm var aðeins 18 ára þegar hún stofnaði Starfsstúlknafélagið Sókn sem sameinaði konur í lægstu stéttum þjóðfélagsins í baráttu þerira fyrir mannsæmandi lífi. Aðalheiður flutti af landi brott, þegar hún var þrítug, með hollenskum eiginmanni sínum árið 1946 og þurfti að takast á við ýmsar hindranir þar. Saga Heiðu kom fyrst út árið 1994 og hefur nú verið endurútgefin. Höfundurinn Þorvaldur Kristinsson kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari mögnuðu konu sem hann kynntist og átti að vini. Við rákum augun í áhugaverða frétt í gær í Morgunblaðinu, um stærsta og öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið. Honum verður skotið á loft skömmu fyrir jól, en vonir eru bundnar við að hann muni svara gríðarlega stórum spurningum, til dæmis um upphaf alheimsins og aðra hnetti í öðrum sólkerfum sem gætu verið með svipaðar aðstæður fyrir líf og jörðin. Það var eiginlega ekki um annað að ræða en að fá Sævar Helga Bragason, Stjörnu Sævar, til að koma í þáttinn og útskýra þetta allt saman fyrir okkur. Sem betur fer var hann til í það. Á Kaldrananesi í Bjarnarfirði er kirkja sem verið er að gera upp,en þar hefur verið kirkjustaður í margar aldir. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, var bent á þjóðsögu sem tengist staðnum og eftir að hafa lesið hana fór hún í heimsókn í kirkjuna og ræddi við formann sóknarnefndar Jóhann Björn Arngrímsson. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV