Anna Hafberg, veganúar og Ólafur lesandi vikunnar - a podcast by RÚV

from 2022-01-03T11:03

:: ::

Við ræddum við Önnu Hafberg hjúkrunarfræðing sem hefur staðið covidvaktina frá byrjun en hún var kölluð til á coviddeildina til að vera með í þróun þeirrar deildar og hefur meðal annars tekið þátt í að koma upp bráðadagdeild sem tekur við fólki sem þarf ekki endilega á bráðaþjónustu að halda. Anna er ein af þeim sem hringir í fólk sem veikist af covid en álagið á því teymi hefur verið mikið í núverandi bylgju. Við komum víða við í spjallinu við Önnu þar sem hún meðal annars ítrekaði persónulegar sóttvarnir, fjarlægðartakmarkanir og að spritta sig. Veganúar er nýhafinn, en það er viðburður sem nú er haldinn á Íslandi í sjöunda sinn og fer stækkandi um allan heim með hverju ári. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif og neyslu dýraafurða og til að kynna kosti vegan fæðis. Við fengum Valgerði Árnadóttur, formann Samtaka grænkera á Íslandi, til að koma og fræða okkur um veganúar í þættinum og segja okkur frá fyrsta viðburðinum sem verður einmitt í kvöld. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningmála hjá Tækniskólanum og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV