Bakskólinn, þjóðráð Stefáns og Svanhildur Guðmundsd. - a podcast by RÚV

from 2020-08-18T13:03

:: ::

Bakverkir hrjá marga og ekki síst þá sem vinna kyrrsetustörfin og það er auðvelt að gleyma að standa upp á 30 min fresti og hreyfa sig aðeins, það er það sem maður á að gera. Á þessum fordæmalausu tímum er hægt að miðla svo mörgu í gegnum netið og það er boðið upp á bakæfingar í fjarþjálfun. Dr.Harpa Helgadóttir er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg og útlimaliðum. Hún hefur kennt bakleikfimi í 30 ár og rekur Háls og bakskóla Hörpu. Harpa kom með góð ráð í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Stefáni Jóhanni í New York, hann sendi póstkort í hverri viku í sumar í Sumarmál og í dag fengum við hans síðasta póstkort í bili. Að þessu sinni voru til umfjöllunar hjá Stefáni þjóðráð til að stýra gremjulitaðri orku sem fylgir yfirþyrmandi neikvæðum fréttaflutningi og veirutengdum óstöðugleika í eitthvað uppbyggilegra en að gerast „virkur í athugasemdum“. Góðlátlegt grín með dassi af alvöru úr New York-reynsluheiminum, þar sem kórónuvírusinn er skæðari og pólitíkin hefur aldrei verið meira niðurdrepandi. Hvernig hægt er að þrauka og jafnvel þrífast með bættu hugarfari þegar heimurinn er á hvolfi. „Þetta fólk að sunnan veit ekki neitt í sinn haus“, sagði Guðjón hreppstjóri á Eyri við Ingólfsfjörð við Svanhildi Guðmundsdóttur sem flutti þangað um vorið 1963 frá Hafnarfirði. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Svanhildi norður á Eyri og fékk hana til að segja frá aðdraganda þess að hún flutti norður og ástæðum þess að hún þurfti að flytja aftur suður. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV