Breytingaskeið, áfengislaus vínbúð og Guttormur lesandinn - a podcast by RÚV

from 2022-01-24T11:03

:: ::

Breytingaskeið kvenna er ekki lengur tabú og um allan heim er umræðan um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna, að færast í aukana. Það er því miður ekki mikil fræðsla um breytingaskeið kvenna í læknisfræðikennslunni segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir en í vor mun hún opna lækninga- og heilsumiðstöð sem býður uppá heildræna nálgun fyrir konur á breytingaskeiðinu, Gínamedica. Hanna Lilja kom í þáttinn í dag. Janúar sem veganúar er búinn að festa sig nokkuð í sessi og þeir sem eru vel með á nótunum vita að framundan er Edrúar. Sem sagt febrúarmánuður þar sem margir ákveða að sleppa áfengi eða minnka neysluna að minnsta kosti. Nú stendur til að opna vínbúð í vesturbænum þar sem eingöngu eru til sölu óáfengir drykkir. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífstíl og eigandi búðarinnar segir að sá hópur sem vilji eiga þennan valkost í bland við að áfenga drykki sé sífellt stækkandi. Hún segir að ungt fólk sé upp til hópa mjög heilsumeðvitað og meðvitað um skaðsemi áfengis. Við ræddum við Sólrúnu Maríu Reginsdóttur eiganda vínbúðarinnar Akkúrat í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guttormur Þorsteinsson bókavörður og formaður hernaðarandstæðinga. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV