Draumanámskeið, eldra fólk á vinnumarkaði og Gróa Finnsdóttir - a podcast by RÚV

from 2022-01-06T11:03

:: ::

Valgerður H. Bjarnadóttir kom til okkar í dag. Hún er búsett norður á Akureyri en hefur stutta viðdvöl í höfuðborginni á leið sinni til Lanzarote þar sem hún ætlar að halda draumanámskeið fyrir konur ásamt stallsystur sinni Elísabetu Lorange. Valgerður hefur víða komið við í kvenréttindabaráttunni en hún kom að stofnun Kvennaboðs á Akureyri og var um tíma framkvæmdastýra Jafnfréttisstofu. Í dag einbeitir hún sér meira að sjálfstyrkingu kvenna meðal annars með því að skoða drauma, trúarbrögð og ættfræði. Óskar Marinó Sigurðsson kemur svo til okkar og við ætlum að ræða við hann um erindi sem hann vann fyrir Vinnueftirlitið fyrir nokkru um áskoranir eldra fólks á vinnumarkaði. Í erindinu byggði Óskar á starfsreynslu sinni sem ráðgjafi fyrir langtíma atvinnuleitendur, þ.e.a.s. einstaklinga sem hafa verið sex mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá og einstaklingum sem hafa þegið fjárhagsaðstoð. Óskar mun segja okkur frá þessu erindi, meðal annars um viðhorf gagnvart eldra fólki og breytingar á vinnuumhverfi sem geta valdið því að færni og kunnátta fólks úreldist. Gróa Finnsdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu, Hylinn, á síðasta ári en höfundurinn sker sig úr hópi annara ungskálda að því leyti að hún fagnaði 70 ára afmæli sama ár. Gróa hafði legið á sögunni dágóðan tíma en einsett sér að koma bókinni í útgáfu fyrir sjötugsafmælið. Það tókst. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur. Við fengum Gróu til að segja okkur frá því að hefja ritstörf á besta aldri. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV