Dýnamík vinkvennasambanda og Stefán Ingvar lesandi vikunnar - a podcast by RÚV

from 2021-06-21T11:03

:: ::

Nöfnurnar Margrét Lóa og Margrét Lára eru að vinna verkefnið ?Dýnamík? í sumar þar sem þær rýna í vinkonusambönd og hve fjölbreytt þau geta verið. Covid bylgjur síðasta árs hafa dregið fram dýrmæti vináttunnar þar sem við öllu urðum að takmarka hverja hverja við hittum. Í sumar eru þær búnar að taka viðtöl við fólk af öllum aldri og grundvallast þátttaka ekki við kyn einstaklinga. Verkefnið mótast þannig af viðtölum og ljósmyndum sem verða loks sett saman í bók í lok sumarsins. Margrét og Margrét eru sjálfar æskuvinkonur og þær komu í þáttinn og sögðu frá þessu áhugaverða verkefni. Lesandi vikunnar var Stefán Ingvar Vigfússon, hann er tæknistjóri Tjarnarbíós, grínari og skrifar bakþanka í Fréttablaðið. Hann frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo í lokin hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV