Egill Þorsteinsson sérfræðingur þáttarins - kírópraktík - a podcast by RÚV

from 2021-02-25T11:03

:: ::

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Egill Þorsteinsson kírópraktor, hann hefur verið meðlimur í Kírópraktorafélagi Íslands frá 2012 og formaður félagsins frá 2014. Egill ákvað að verða kírópraktor eftir að hafa átt í erfiðum og langvarandi íþróttameiðslum sem unglingur. Egill lærði kírópraktík í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í fimm ár og hefur svo starfað hér á landi frá 1998 auk þess að fara reglulega erlendis til þess að bæta við menntun sína. Hann fræddi okkur um sitt fag, kírópraktíkina, eða hnykklækningar og svo í seinni hluta þáttar þá svaraði hann spurningum frá hlustendum þáttarins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV