Elísa og Jóhanna Klara sérfræðingar vikunnar - viðhald og framkvæmdir - a podcast by RÚV

from 2022-02-24T11:03

:: ::

Margir eru að velta fyrir sér framkvæmdum og viðhaldi á húseignum sínum þessa dagana. Það er að mörgu að hyggja og best er að undirbúa slíkar framkvæmdir virkilega vel til þess að koma í veg fyrir vandræði og jafnvel óþarfa kostnað seinna í ferlinu. Sérfræðingar Mannlega þáttarins í dag voru Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi frá Húseigendafélaginu og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs frá Samtökum Iðnaðarins. Þær fræddu okkur í fyrri hlutanum um framkvæmdir og viðhald, að hverju þurfi að hafa í huga í slíkum framkvæmdum t.d. í fjöleignahúsum og hvernig er best að undirbúa þær? Í seinni hluta þáttarins svöruðu þær Elísa og Jóhanna svo spurningum hlustenda sem voru sendar inn í pósthólf þáttarins mannlegi@ruv.is. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV