Erna Ómars listdansstjóri og Salvör Umboðsmaður barna - a podcast by RÚV

from 2021-09-30T11:03

:: ::

Fimmtudagar í september hafa verið sviðslistadagar í Mannlega þættinum. Við höfum fengið stjórnendur leikhúsanna og í dag var komið að Íslenska dansflokknum. Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri þar á bæ og sýningarveturinn er að hefjast þar líkt og annarsstaðar. Við fengum Ernu til að segja okkur frá því hvernig undanfarið ár hefur verið hjá dansflokknum, frá húsnæðismálum flokksins og svo fórum við með henni yfir það sem er á dagskránni í vetur. Svo kom Salvör Nordal, Umboðsmaður barna á Íslandi, í þáttinn. Krakkakosningarnar sem fara fram í mörgum skólum, voru í síðustu viku og voru kynntar í kosningasjónvarpinu hér á RÚV. Við fengum hana til að segja okkur frá krakkakosningunum og lýðræðisþátttökku barna og samráð við þau í þættinum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV