FÍH í Covid, fjármál við starfslok og póstkort frá Spáni - a podcast by RÚV

from 2021-04-28T11:03

:: ::

Gunnar Hrafnsson bassaleikari og formaður félags hljómlistarmanna kom í þáttinn í dag. Hljómlistarfólk eins og flest sviðslistafólk hefur ekki getað sinnt sinni vinnu í heimsfaraldrinum og við heyrðum hvernig staðan er og hvað kom fram á aðalfundi félagsins sem haldin var í gærkvöldi. Við fræddumst aðeins um fjármál við starfslok í þættinum í dag, enda er það eitthvað allir þurfa að huga að þegar að því kemur og í rauninni borgar sig að huga að því talsvert fyrr. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, stendur fyrir námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem farið er yfir það sem er mikilvægast að hafa á hreinu í sambandi við fjármálin þegar starfsævi lýkur. Björn kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessu. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni og í póstkorti dagsins segir frá því að það hefur verið slakað aðeins á reglum vegna covid 19 í Valensíuhéraði. Nú mega veitingastaðir til að mynda hafa opið til tíu á kvöldin. Smit hefur ekki greinst lægra í Alicante frá því í júní í fyrra, ellefu manns smituðust í gær en það búa rúmar tvær milljónir manna í sýslunni. Það var sagt meira frá þessu í póstkorti dagsins og frá miklum húsnæðisvandræðum í Alicante borg, pólitík í Madrid og frá skógarverðinum sem kveikti í skógi til þess að fá hrós fyrir að slökkva eldinn. Það fór ekki alveg eins og til stóð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV