Föstudagsgesturinn Linda Pé og Lostæti með lítilli fyrirhöfn - a podcast by RÚV

from 2021-06-04T11:03

:: ::

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Linda Pétursdóttir. Hún varð auðvitað Ungfrú Heimur árið 1988 og ferðaðist í kjölfarið út um allan heim. Hún stofnaði Baðhúsið tuttugu og fjögurra ára og átti og rak það í tvo áratugi. Hún er með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og hún er lærður lífsþjálfi. Þessa dagana er hún er sem með heilsuáskorun fyrir allar konur, sem hún kallar Lífið með Lindu Pé og nýtt samnefnt hlaðvarp. Við fengum Lindu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin og ferðuðumst svo með henni í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var á sínum stað í þættinum og í dag kom Sigurlaug Margrét með góðan gest með sér. Bergsteinn Sigurðsson umsjónarmaður Menningarinnar í sjónvarpinu. Hann sagði okkur frá uppáhaldsmatnum í æsku þegar hann var að alast upp á Vestfjörðum og svo kom hann með mjög skemmtilega matreiðslubók með sér, Lostæti með lítilli fyrirhöfn, sem var gefin út árið 1981 á Íslandi, en kom fyrst út áratug áður í Bretlandi. Í henni eru 336 yndislegar uppskriftir með ljósmyndir af hverjum rétti. Maður fer bókstaflega aftur í tímann við að fletta þessari bók. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV