G-vítamín og tungumál skólabarna á Íslandi - a podcast by RÚV

from 2021-02-08T11:03

:: ::

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Geðhjálp býður 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínsskömmtum var sent á hvert heimili á Íslandi og markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Við ræddum við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur hjá Hlutverkasetri í þættinum í dag um geðheilsuna og G-vítamínin. Við hringdum í Kristínu R. Vilhjálmsdóttur, kennara, menningar- og tungumálamiðlara, þar sem hún býr í Árósum í Danmörku. Nýlega var hún fengin til að leiða vitundarvakninguna ?Íslandskort - Leitin að tungumálaforða barna og ungmenni? sem gengur út á að skólar landsins skrái öll þau tungumál sem börnin þar tala. Síðan verður gert gagnvirkt kort yfir Íslandi þar sem tungumálin birtast á hverjum stað. Við fengum Kristínutil að segja okkur meira frá þessu mikilvæga verkefni og hversu mikilvægt og jákvætt það er að styðja börnin í því að viðhalda þeim tungumálum sem eru hluti af þeirra lífi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV