Gerður, Sigurður og Stefán rifja upp sögu Ríkisútvarpsins - a podcast by RÚV

from 2020-12-21T11:03

:: ::

Við fögnuðum afmæli Ríkisútvarpsins í dag. Ríkisútvarpið hóf formlega útsendingar 21. desember 1930, en fyrir þann tíma höfðu verið starfræktar einkareknar útvarpsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri, sú fyrsta var H.f. Útvarp. Fyrstu ár útvarpsins var bara sent út á einni rás og í nokkra klukkutíma á kvöldi. Það hefur ýmislegt verið rifjað upp hér á Rás 1 í morgun og við héldum því áfram í Mannlega þættinum og fengum til okkar góða gestir til að rifja upp gamla tíma. Gerður G Bjarklind þulur kom fyrst til okkar. Hún sá um hinn vinsæla þátt lög unga fólksins frá árinu 1963-1971 og man hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þeim tíma og síðar varð hún ein af ástkærum þulum þjóðarinnar og sá svo um hinn feykivinsæla þátt Óskastundina sem er enn á dagskrá Rásar 1, en nú í umsjón Svanhildar Jakobs. Saga Ríkisútvarpsins er líka saga tækni og tækja. Sigurður Harðarson rafeindavirki fór með okkur í gegnum sögu ýmissa tækja og tæknibúnaðar tengdum sögu Ríkisútvarpsins, eins og til dæmis útvarpsviðtækjum sem voru framleidd á Íslandi sérstaklega til að taka á móti útsendingu Ríkisútvarpsins og það sem meira er þá voru sérstök tæki fyrir landsfjórðungana. Sigurður er í forsvari fyrir Hollvinafélag um sögu útvarpstækni á Íslandi, sem vinnur að því að vernda útsendingarbúnað og ýmis tæki frá upphafstíma útvarpsins. Stefán Jón Hafstein byrjaði ungur sem fréttaritari í Lundúnum áður en hann steig fyrst fæti inní stofnunina sem þá var staðsett á Skúlagötunni. Hann sá um að leika tónlist fyrir hlustendur á fyrstu næturvaktinni í íslensku útvarpi og setti mark sitt á morgunþáttinn Gull í mund, hann var með nýjar hugmyndir sem voru ekki alltaf vel þegnar af yfirmönnunum. Stefán kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV