Gurrý garðyrkjufræðingur sérfræðingurinn og heilaheilsa - a podcast by RÚV

from 2021-11-11T11:03

:: ::

Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Hún talaði um og kom með ráðleggingar fyrir vetrarverkin, inniplönturnar og fleira. Það þarf að ýmsu að huga á veturna í þessu tilliti og svo í seinni hluta þáttarins svaraði Guðríður spurningum sem hlustendur hafa sent inn á netfang þáttarins, mannlegi@ruv.is. Til dæmis þessum: Er í lagi að klippa tré og runna á þessum tíma? Geta jólaljósin haft neikvæð áhrif á plöntur, t.d. platað þær til að fara að vaxa? Er of seint að setja niður haustlauka? Má rækta þá í pottum? Þessum spurningum og fleirum svaraði Guðríður í þættinum í dag. Við fengum svo Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, til að fræða okkur aðeins um heilaheilsu og það hvernig hugrænir þættir hafa áhrif á okkar daglega líf, en hún kennir á námskeiðinu Heilaheilsa og þjálfun hugans hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hvað eru hugrænir þættir? Hvernig þjálfum við hugann? Hvernig hugum við að heilaheilsunni? UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV