Guðrún Árný föstudagsgestur og matreiðslubækur - a podcast by RÚV

from 2021-09-17T11:03

:: ::

Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og píanóleikari er föstudagsgestur okkar í dag. Hún hefur sungið sig inní hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir löngu síðan, hún hefur tekið þátt í Eurovisionkeppninni, hér heima í undankeppni og farið utan sem bakrödd. Hún tók þátt í Frostrósatónleikunum eftirminnilegu og hefur átt farsælan sólóferil. Hún hefur nú nýlega stofnað kór þar sem engar skyldur hvíla á um mætingu og allir eru velkomnir. Svo stjórnar hún gjarnan samsöng þar sem hún situr við píanóið og fær fólk til að syngja með sér, hvort sem er í afmælum, brúðkaupsveislum, fyrirtækjaveislum eða á veitingastað. Við áttum skemmtilegt spjall við Guðrúnu í þættinum í dag. Í matarspjallinu hringdum við í Sigurlaugu Margréti sem að þessu sinni situr norður í landi og flettir matreiðslubókum sem hún finnur í eldhúshillum þar. Það spunnust meðal annars líflegar umræður um borðsiði og lifur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV