Helga Braga föstudagsgestur og matarspjall um bröns - a podcast by RÚV

from 2021-06-11T11:03

:: ::

Föstudagsgesturinn þáttarins í þetta sinn var Helga Braga Jónsdóttir leikkona. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í Saumaklúbbnum, nýrri íslenskri kvikmynd sem var frumsýnd fyrir stuttu og hefur einnig fengið afbragðsgóða dóma fyrir leik sinn í leikverkinu The last kvöldmáltíð sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í vor. ?Helga Braga var stórfengleg í hlutverki Mömmu slash sirkússtjóra slash rass? eins og Snæbjörn Brynjarson orðaði það í leikdómi hér í Menningunni á RUV. Við ræddum við Helgu um upprunann, hvar hún er fædd og uppalin og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var áskorun fyrir Guðrúnu og Gunnar í dag í fjarveru Sigurlaugar Margrétar sem er komin í sumarfrí og því þurftu þau að afgreiða matarspjallið sjálf. Sá sérréttur sem Gunnar er einna stoltastur af er svokallaður bröns eða dögurður. Bröns er uppáhaldsmáltíð Gunnars, því ákvað hann að ausa úr sínum takmarkaða viskubrunni því sem honum finnst skipta máli til að sú máltíð heppnist vel. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV