Jóhann Sigurðarson föstudagsgestur, matarspjall og eftirhermur - a podcast by RÚV

from 2021-12-10T11:03

:: ::

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og söngvarinn Jóhann Sigurðarson. Hann hélt upp á 40 ára leikafmæli í upphafi árs og hefur auðvitað leikið í gríðarlegum fjölda leikverka, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Auk þess er hann með frábæra söngrödd og les inn fjölda hljóðbóka. Við ræddum við hann í dag um æskuna og uppvöxtinn í Borgarfirðinum. Skólaferilinn, leiklistarferilinn og eftirhermurnar. Það var um nóg að tala við Jóhann Sigurðarson í dag. Í matarspjallinu fékk Sigurlaug Margrét föstudagsgestinn Jóhann Sigurðarson til þess að sitja áfram og tala við okkur um mat. Hann er listakokkur og bjó til dæmis í eitt ár á Ítalíu og því er ítalsku matur ofarlega í huga hans. Jóhann rifjaði upp skemmtilegar sögur tengdar mat og sagði frá jólamatnum á þeirra heimili. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV