Jólastress, jólatréin og Erna Rut lesandinn - a podcast by RÚV

from 2021-12-20T11:03

:: ::

Þegar aðeins örfáir dagar eru til jóla finna allir, og þá kannski sérstaklega foreldrar ungra barna, fyrir því að spennustigið hækkar. Bæði hjá þeim sjálfum og börnunum og þótt allir séu af vilja gerðir til að viðhafa ró og næði heima, þá er auðvitað eðlilegt að börnin hlakki til og að það sé stress í gangi hjá foreldrum við að klára allt sem þarf að klára. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Litlu kvíðameðferðarstöðinni kom í þáttinn og gaf góð ráð um hvernig við hugum best að þörfum barnanna á þessum tíma. Hvaða tegundir á Íslandi henta best sem jólatré, hvernig er best að hugsa um þau yfir hátíðarnar og hvað er hægt að halda þeim lengi á lífi? Hversu mikið á að vökva þau? Á að vökva þau með heitu eða köldu vatni? Björgvin Eggertsson skógfræðingur svaraði þessum spurningum og fleirum í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Erna Rut Vilhjálmsdóttir verslunarstjóri í Eymundsson á Skólavörðustíg. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV