Karlar og áföll, svefninn í myrkrinu og póstkort - a podcast by RÚV

from 2021-11-10T11:03

:: ::

Námskeiðið Karlar og áföll, leiðir til bata er ætlað körlum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, meðvituðu og ómeðvituðu, t.d. vanrækslu eða einelti. Markmið þess er að leiða þátttakendur til aukins skilnings á afleiðingum áfalla og til að finna leiðir til halda áfram að þroskast, byggja upp seiglu, öðlast meiri lífsánægju og að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum. Það er Rótin sem stendur fyrir námskeiðinu og leiðbeinandi á þeim er Guðrún Ebba Ólafsdóttir, en hún kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu námskeiði. Margir eiga erfitt með svefni núna þegar svartasta skammdegið leggst yfir. Er einföld ástæða fyrir því og hvað er hægt að gera til að bæta svefninn? Erla Björnsdóttir sálfræðingur og okkar helsti sérfræðingur í svefni, kom í þáttinn og fræddi okkur um melantónin, mikilvægi dagsljóss og umræðuna um leiðréttingu á tímabeltinu hér á landi. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í þessu póstkorti var sagt frá hugsanlegum áhrifum loftslagsbreytinga á skap og líðan fólks, en þau hafa verið nokkuð rannsökuð að undanförnu. Því næst sagði frá rannsóknum á búsetu fólks í Azoraeyjum, en nokkrar visbendingar eru um að þar hafi verið búseta löngu áður en Portúgalir fundu eyjarnar 1427. Í lokin var sagt frá málþingi sem fór fram um liðna helgi í Vestmannaeyjum um Tyrkjaránið 1627. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV