Kristján Freyr föstudagsgestur og Beef Bourguignon í matarspjalli - a podcast by RÚV

from 2022-02-11T11:03

:: ::

Kristján Freyr Halldórsson tónlistarmaður með meiru var föstudagsgesturinn þættinum í dag. Hann er trommuleikari frá Hnífsdal, hefur starfað sem rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, hann hefur leikið með Geirfuglunum, hljómsveitum Dr.Gunna og Prins póló og fleirum. Kristján hefur haldið utan um Íslensku tónlistarverðlaunin og vinnur einnig við markaðsmál hjá Bókaútgáfunni Sögur. Við fengum að kynnast honum betur í þættinum og fengum hann til að segja okkur frá æskuárunum á Hnífsdal og svo unglingsárunum á Ísafirði. Í Matarspjallinu í dag töluðum við um góða rétti í potti og þá aðallega Beef Bourguignon, sem er tilvalið að elda á köldum febrúardögum. Hægeldun í góðum potti jafnvel með góðum, stórskornum, seigum bitum af kjöti. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV