Marta leikhússtjóri LA og Trausti Valsson og Plan B - a podcast by RÚV

from 2021-09-23T11:03

:: ::

Fimmtudagar í Mannlega þættinum í september eru helgaðir sviðslistum. Í dag tengdumst við hljóðveri RÚV á Akureyri, þar var Marta Nordal leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Við fengum að vita hvernig ástandið í kófinu hefur farið með leikhúslífið fyrir norðan og forvitnuðumst um dagskrá vetrarins sem er rétt nýhafinn. Svo fengum við Trausta Valsson, prófessor emiritus í skipulagi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, í þáttinn. Hann skrifaði bók fyrir 15 árum sem heitir How the World will Change... With Global Warming. Þessi bók var líklega fyrsta bókin í heiminum sem lýsir, með aðferðum skipulagsfræði, hvernig hnattræn mynstur byggða og kerfa mun breytast ef ekki tekst að stöðva hlýnunina. Og í bókinni dró hann upp það sem hann kallaði Plan B. Sem sagt hvað væri hægt að gera ef jarðarbúar myndu ekki ná markmiðum sínum í að halda hlýnun jarðar niðri. Nú 15 árum síðar ætlar hann að halda fyrirlestur um málið, kl. 12 á morgun, föstudag, í Þjóðminjasafninu, þar sem hann fer yfir stöðuna og skoðar þetta Plan B, miðað við stöðu mála í dag. Við fengum Trausta til að segja okkur betur frá þessu í þættinum. Þess má geta að fyrirlestrinum verður streymt á netinu, ef fólk leitar að Trausta Valssyni á facebook verður hægt að sjá hlekk sem hægt verður að smella á til að annað hvort horfa á í beinni útsendingu, eða að horfa á upptökuna. UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV