Matjurtarækt, Félag eldri borgara og Ragnheiður lesandi vikunnar - a podcast by RÚV

from 2021-03-15T11:03

:: ::

Opnað verður fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða í borginni, en um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar. Sigurður Unuson er nemi í Landbúnaðarháskólanum, lærði áður Vistrækt og er í stjórn félagasamtaka sem standa að Seljagarði Borgarbýlis. Síðustu þrjú ár hafa þau haldið uppskeruhátíð með litlum grænmetisútimarkaði, tónlist, veitingum og þar sem gestir gátu fræðst um Seljagarð. Sigurður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur t.d. um matjurtarrækt, einærar og fjölærar jurtir, ætan sjálfsprottin gróður og ræktunaraðferðir. Félag eldri borgara í Reykjavík á 35 ára afmæli í dag og formaður þess Ingibjörg Sverrisdóttir kom í þáttinn og sagði frá starfsemi félagsins og við ræddum einnig um kjör eldri borgara. Félagsmenn eru um 12 þúsund, svo þetta er með fjölmennari félögum á landinu. Félagsstarfið er smám saman að fara í gang á ný eftir lægð í vetur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og ein fjögurra höfunda bókarinnar Konur sem kjósa. Bókin hlaut nýlega Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslanna auk tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV