ME félagið, mannauður og sauðburður á Ströndum - a podcast by RÚV

from 2021-05-18T11:03

:: ::

ME er fjölvirkur krónískur taugasjúkdómur sem fólk á öllum aldri getur veikst af, yfirleitt eftir veirusýkingar. ME hefur hamlandi áhrif á hina ýmsu starfsemi líkamans, en sjúkdómurinn hefur áhrif á líkamann í heild, taugakerfi, ónæmiskerfi og efnaskipti. Líkaminn hefur þar af leiðandi skerta getu til að framleiða orku og virka eins og áður. Við fengum Guðrúnu Sæmundsdóttur, formann ME félags Íslands, í þáttinn til að fræða okkur meira um ME. Hægt er að nálgast frekari fróðleik á www.mefelag.is Á fimmtudaginn er Alþjóðlegur mannauðsdagur haldinn hátíðlegur um allan heim. Sumir segja að þessi áratugur verði áratugur mannauðsstjórans á meðan sá síðasti var áratugur fjármálastjórans. Það er mikið að breytast í mannauðsstjórnun fyrirtækja, ný kynslóð kýs meiri sveigjanleika og fjölskylduvænni vinnutíma. Og við veltum fyrir okkur spurningunni: Hvað er það sem gerir okkur að eftirsóttum starfskröftum á vinnumarkaðnum? Ásdís Eir Símonardóttir formaður félags Mannauðsfólks á Íslandi kom í þáttinn. Vorið er kalt á Ströndum þetta árið, næturfrost á hverri nóttu sem gerir t.d. bændum erfitt fyrir í sauðburði. Samt sem áður láta vorboðarnir ekki stoppa sig, farfuglar mæta til sinna starfa og sauðburður spyr ekki um tíðafar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason bónda á Heydalsá í fjárhúsunum og ræddi við hann um sauðburð og sauðalitina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV