Ný Covid lyf, Fimmaurabrandarafélagið og Skrýtin veröld - a podcast by RÚV

from 2021-11-03T11:03

:: ::

Við rákum augun í grein í Morgunblaðinu í gær um ný lyf gegn Covid-19 sem lofuðu góðu. Þar var talað við Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum, en hann sagði að framþróunin í þessum geira vera mikla og þessi nýju lyf muni skipta sköpum til dæmis fyrir þá sem eru veikir fyrir og taka ekki vel við bólusetningu. Magnús kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum nýju lyfjum og hvað er framundan í þeim efnum. Fimmaurabrandarafélagið var stofnað árið 2013 og heldur úti síðu á Facebook. Þar má finna fjölmarga fimmaurabrandara sem fólk hefur sent inn og nú er komin bók nr. 3 sem heitir Brotabrotabrot af því besta frá Fimmaurabrandarafélaginu. Kristján B. Heiðarsson, stofnandi félagsins, var í símanum í þættinum í dag. Gunnar Hrafn Jónsson kom svo í þáttinn í dag með sína Skrýtnu veröld þar sem hann hefur týnt saman skrýtnar, óvenjulegar en umfram allt áhugaverðar fréttir hvaðanæva að úr heiminum. Í dag sagði hann meðal annars frá jákvæðum áhrifum Covid tímabilsins á fjölgun dýra í dýragarði á Kúbu, frá deilum um úrslit í kosningu um fugl ársins í Nýja Sjálandi, frönsku lögregluna, sem eltist við alþjóðlegt glæpagengi sem sérhæfir sig í óvenjulegum þjófnaði, leit að týndum manni í Tyrklandi sem tók óvænta stefnu og frá nýju snjallforriti fyrir snjallsíma sem er sérstaklega ætlað til að taka myndir af köttum en myndirnar gagnast köttunum ekki síður en eigendum þeirra. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV