Þörungarækt, að nýta streituna og póstkort frá Kanarí - a podcast by RÚV

from 2022-01-12T11:03

:: ::

Við sáum grein í Morgunblaðinu í gær um áhugavert íslenskt verkefni í þörungarækt sem fékk nýlega Evrópustyrk. Fyrirtækið Hyndla hlaut sem sagt þennan sprotastyrk og það er kannski ekki á hverjum degi sem fyrirtæki fær sprotastyrk þar sem öll sem standa að því eru komin yfir sjötugt og tvö þeirra yfir áttrætt. Það eru þau Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur, Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur og Bjarni G. Bjarnason framkvæmdastjóri. Verkefnið er mjög áhugavert þar sem meðal annars er unnið með ræktun og möguleika þörungategundarinnar klóblöðku sem aðeins vex á Íslandi. Þau Guðrún og Gestur komu í þáttinn í dag til okkar og segja okkur meira frá þessu áhugaverða sprotafyrirtæki og verkefni. Svo fengum við heimsókn frá Kristínu Sigurðardóttur, slysa- og bráðalækni og Gyðu Dröfn Tryggvadóttur, meðferðaraðila í áfalla- og uppeldisfræðum, en þær bjóða saman upp á námskeið sem miðar að því að efla seiglu, bæta samskipti og auka þannig færni í lífi og starfi. Þær beina sjónum sínum að nýrri þekkingu og úrræðum, áhrifum og afleiðingum streitu og meðvirkni á samskipti í lífi og starfi. Að lokum fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í korti dagsins segir Magnús frá ferðum sínum um Kanaríeyjar, en hann er búinn að heimsækja þær þrjár Tenerife, La Gomera og La Palma. Allar eru þær ólíkar en hafa hver sinn sjarma og sitt aðdráttarafl. Áhrifamest var að heimsækja La Palma þar sem eldgosið olli gríðarlegri eyðileggingu, en það var líka sérstakt að vera á eyju eins og La Gomera sem er í raun aðeins eitt risavaxið eldfjall. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV