Ólafur Kjartan föstudagsgestur og söngmatarspjall - a podcast by RÚV

from 2021-03-12T11:03

:: ::

Föstudagsgesturinn okkar var enginn annar en Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari. Ólafur er íslenskum óperu- og tónleikagestum að góðu kunnur. Hann var fyrsti fastráðni söngvarinn við Íslensku óperuna árin 2001-2004 og fór þar með fjölmörg hlutverk. Síðast kom hann fram á Íslandi árið 2017 sem Scarpia í Toscu og hlaut Íslensku tónlistarverðalaunin sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverkinu. Hlutverkalisti Ólafs Kjartans er orðinn langur og fjölbreyttur, en á undanförnum misserum hafa burðarhlutverk í óperum Wagners og Verdis verið hvað fyrirferðarmest; Rigoletto, Falstaff, Macbeth, Iago, Renato, Alberich, Hollendingurinn fljúgandi, Telramund og Klingsor. Næsta sumar fer Ólafur Kjartan með hlutverk Biterolf í Tannhäuser á Wagnerhátíðinni í Bayreuth í Þýskalandi ásamt því að hefja æfingar á nýrri uppfærslu á Niflungahringnum sem frumsýndur verður í Bayreuth sumarið 2022, en þar fer hann með hlutverk Alberich. Það eru tónleikar hér á landi og ferðalög framundan hjá Ólafi í tengslum við sönginn, við fengum að vita allt um það í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað, Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna kom til okkar og við vorum á söngmatarnótum í dag. Hvað borða almennilegir óperusöngvarar? Hvaða matur fer vel í söngvara og æsa óperur upp matarlyst og matarást á einhverjum sérstökum mat? Ólafur Kjartan, föstudagsgestur þáttarins sat sem sagt áfram með okkur og talaði um mat frá ýmsum hliðum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV