Oleanna, heimur ostanna og Sveinn lesandi vikunnar - a podcast by RÚV

from 2020-09-14T13:03

:: ::

Leikritið Oleanna, eftir David Mamet, verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Við fórum á rennsli á sýningunni og töluðum svo við leikarana tvo, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Hilmi Snæ Guðnason og leikstjórann Gunnar Gunnsteinsson. Verkið fjallar um samskipti kennara og nemanda, kynjamál, völd og valdajafnvægi, eða kannski frekar valdaójafnvægi. Samskipti þeirra ganga ekki vandræðalaust fyrir sig, vægast sagt. Leikritið er skrifað árið 1992 og var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1995 og það er ekki hægt að segja annað en að það eigi ennþá afskaplega vel við. Heimur ostanna eru skemmtileg smáþáttaröð í umsjá ostaáhugafólksins Svavars Halldórssonar og Eirnýar Sigurðardóttur. Þar leiða þau hlustendur um undraveröld ostanna. Í þessum fyrsta þætti fara þau Svavar og Eirný yfir upphaf ostagerðar, söguna og mismunandi aðferðir. Móngólskar hersveitir, gómsæt gerjun, skyr, osta-sæla og ávanabindandi eiginleikar er meðal þess sem þau drepa á í þessum fyrsta þætti. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV