Sérfræðingurinn Jósep Blöndal háls og bakvandamál - a podcast by RÚV

from 2021-05-20T11:03

:: ::

Í dag er fimmtudagur og þá vorum við með sérfræðing í þættinum, sem bæði fræddi okkur um sitt sérfræðisvið og svarar spurningum hlustenda. Í þetta sinn fengum lækninn Jósep Blöndal, einn helsta sérfræðing landsins í háls- og bakvandamálum, til þess að koma aftur í þáttinn, en hann var sérfræðingur þáttarins í september síðastliðnum. Hann hefur starfað í áratugi í Stykkishólmi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þar sem hann var yfirlæknir. Við spjölluðum í fyrri hluta þáttar við hann um nokkra punkta sem hann segir að hafi komið upp hjá sér síðan hann var hjá okkur í september, til dæmis myndatökur, bakbelti, sjúkraþjálfun, hnykkingar og fleira. Og svo í seinni hlutanum svaraði Jósep spurningum hlustenda sem við fengum sendar á netfang þáttarins, mannlegi@ruv.is. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV