Sérfræðingurinn Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur hjá LSH - a podcast by RÚV

from 2020-11-19T11:03

:: ::

MANNLEGI ÞÁTTURINN - FIMMTUDAGUR 19.NÓV 2020 UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Við hófum Mannlega þáttinn í dag á því að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna, eins og við höfum gert undanfarið á fimmtudögum og mánudögum, því varþátturinn styttri sem því nemur. Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga. Í þetta sinn er verður hjá okkur Margrét Eiríksdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun hjá geðþjónustu Landspítalans. Við fengum hana til þess að fræða okkur um sitt sérfræðisvið, en hennar sérsvið er að hjúkra fólki með langvarandi eða endurtekna geðsjúkdóma og að vera fjölskyldum þeirra innan handar. Margrét hefur starfað við þetta í rúma fjóra áratugi. Hún segir að miklar framfarir hafi orðið á þessum tíma í þekkingu og þar með batamöguleikum og þjónustu við fólk með geðsjúkdóma og lífsgæði þeirra hafa aukist með tilliti til þess. Auk þess svaraði Margrét spurningum sem við höfðum fengið sendar frá hlustendum í pósthólf þáttarins, mannlegi@ruv.is.

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV