Sérfræðingurinn Tinna Andrésdóttir lögfræðingur frá Húseigendafél (2) - a podcast by RÚV

from 2021-04-15T11:03

:: ::

Á fimmtudögum í vetur koma sérfræðingar í þáttinn. Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu var aftur með okkur, en hún var sérfræðingur þáttarins líka í síðustu viku. Hún er sérfræðingur í því að leysa ágreiningsmál sem kunna að koma upp í fjölbýlishúsum og hlustendur okkar sendu inn spurningar sem þau vonuðust eftir því að hún gæti svarað. Spurningarnar voru svo margar í síðustu viku að hún náði ekki að komast yfir þær allar, því samþykkti hún að koma aftur og reyna að ná í gegnum bunkann núna, en það hafa reyndar bæst spurningar við þær sem voru komnar. Spurningarnar sem hún fékk í dag sneru að til dæmis reykingum, bílageymslum og bílastæðavandamálum, partýstandi, óalandi nágrönnum og fleiru.

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV