Sigga Eir laus úr einangrun og kókosbolluspjall - a podcast by RÚV

from 2021-09-10T11:03

:: ::

Við höfum gjarnan látið í ljós hrifningu okkar á hljómsveitinni Evu í þættinum, en það eru þær Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníusardóttir sem mynda þann dúett eða Sigga og Vala eins og þær eru nú oftast kallaðar. Sigga var föstudagsgesturinn okkar í dag en hún var fyrir 3 dögum að losna úr 26 daga covid einangrun og við fengum hana hana til að segja okkur frá þessu tímabili ásamt því að forvitnast um hennar rætur, en hún er alin upp í Hallormstaðarskógi. Flestir Íslendingar elska kókosbollur og það gerum við auðvitað líka. Sigurlaug Margrét bauð uppá kókosbolluspjall í dag, þar sem hún meðal annars fór yfir sögu bollunar. Eru kókosbollur til í öðrum löndum? Eru þær betri en franska makkarónukökur? Er hægt að borða bara eina kókosbollu? Þess ber að geta að Sigurlaug Margrét borðaði að minnsta kosti þrjár bollur á meðan á matarspjalli dagsins stóð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV