Sirrí Arnar föstudagsgestur og Þuríður í matarspjalli - a podcast by RÚV

from 2020-09-25T13:03

:: ::

Kulnun, örmögnun, streita og alvarleg áföll hafa á undanförnum árum gert það að verkum að æ fleiri lenda í ógöngum og hrekjast jafnvel af vinnumarkaði. Og þetta á bæði við um karla og konur. Föstudagsgesturinn okkar að þessu, Sirrí Arnardóttir, hefur skrifað tvær bækur um þessi mál í samstarfi við Virk, eina um konur sem brotna og hina um karla sem stranda. Hún hefur verið við kennslu við Háskólann á Bifröst og kennir þar meðal annars Mátt kvenna, 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja.Þetta er aðeins brot af því sem Sirrí er að fást við þessi misserin en við forvitnuðumst um hennar æsku og uppvöxt, skólagöngu og lífið sjálft. Í matarspjalli dagsins töluðum við um matarpakka eða matargjafir sem er t.d. fallegt að færa fólki í sóttkví. Hvað er sniðugt að setja í slíka pakka? Sumir hafa verið svo hugulsamir að skilja eftir góðgæti og eitthvað sem gleður, á tröppum hjá nágrönnum eða vinum og ættingjum í sóttkví. Þuríður Sigurðardóttir færði ástvinum í sóttkví pakka, sem innihélt meðal annars kálböggla. Við heyrðum í henni í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV