Sjálfsvígsforvanarbók, fyrirmyndarforeldrar og póstkort - a podcast by RÚV

from 2021-09-15T11:03

:: ::

Félagasamtökin Hugarafl gefa út bókina Boðaföll, Nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum eftir Öglu Hjörvarsdóttur, Fanneyju Björk Ingólfsdóttur, Hörpu Sif Halldórsdóttur, Hrefnu Svanborgar Karlsdóttur, Sigurborgu Sveinsdóttur og Svövu Arnardóttur. Boðaföll kemur út á morgun, í alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna. Bókin sýnir fram á nýjar nálganir varðandi sjálfsvígsforvarnir og sjálfsskaða byggðar á reynslu höfunda. Hún er ætluð þeim sem vinna í málaflokknum, aðstandendum og fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og öngstræti. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að breyta áherslum í geðheilbrigðisþjónustu og íslensku samfélagi tengt sjálfsvígum og sjálfsskaða. Höfundar vilja opna umræðu um raunverulega rót sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana og tilrauna. Tvær höfundanna, Svava Arnardóttir og Sigurborg Sveinsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo Ásgeir R. Helgason dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík í viðtal, en hann skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir helgi undir fyrirsögninni Fyrirmyndarforeldrar þar sem hann fjallar einmitt um það, fyrirmyndir sem foreldrar geta verið, bæði góðar og slæmar, aðallega þegar kemur að áfengisneyslu og reykingum. Hann vitnar í íslenskar rannsóknir sem hafa leitt áhugaverðar niðurstöður í ljós og við fengum Ásgeir til að segja okkur betur frá þessu í þættinum í dag. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni í dag segir frá ferðum hans til Leipzig og Dresden í Þýskalandi, þar sem hann heimsótti Johanns Sebastian Bach og leit inní húsið sem geymir ljóta sögu Stasi, leyniþjónustu Austur Þýskalands, og hýsti áður Gestapó. Í póstkorti dagsins er líka sagt frá Alicante, en senn líður að því að Magnús flytji þaðan og heim. Í lokin er minnst á ellefta september og afleiðingarnar sem urðu með ólíkindum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV