Skordýraborgarar, flökkutaugin og Ragnhildur lesandi vikunnar - a podcast by RÚV

from 2020-06-15T13:03

:: ::

Sjálfbærni er hugtak sem mikið er í umræðunni þessa dagana og er það í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir allar þjóðir heims fyrir árið 2030. Eitt af því sem þarf að vinna að er endurhugsun fæðukerfisins, þar sem matvælatækni og matvælavísindi eru lykill í því að finna leiðir til að nýta betur, á sjálfbæran hátt, vannýttar en ríkulegar auðlindir jarðarinnar. Um þetta snýst Evrópuverkefni sem Matís stýrir og starfar að í samstarfi við framsækin fyrirtæki, stofnanir og háskóla í Evrópu. Til dæmis er lögð áhersla á sjálfbæra ræktun smáþörunga og ræktun skordýra til fæðu, fyrir til dæmis skordýraborgara Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, kom í þáttinn og sagði okkur meira af þessu áhugaverða verkefni. Flökkutaug er annað nafn yfir stóra og mikilvæga taug sem heitir Vagustaugin. Orðið „vagus“ þýðir í raun „ráfandi“ á Latínu - Vagustaugin er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og fleira. Í fullorðnum er þessi taug um það bil 60 cm löng. Góð virkni í VAGUS taug er nauðsynleg til að hægt sé að njóta góðrar heilsu segir Guðrún Bergmann sem kom í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar og stjórnarmeðlimur Hinsegin daga. Við fengum að vita hvernig Hinsegin dagar verða í ár og svo auðvitað hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV