Slökkviliðið, Skapti Hallgrímss. og Regína lesandi vikunnar - a podcast by RÚV

from 2021-12-28T11:03

:: ::

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom við sögu í þættinum í dag en við hringdum í Vernharð Guðnason deildarstjóra aðgerðasviðs slökkviliðsins. Hann sagði okkur frá verkefnum þeirra þessa daganna, þar sem sjúkraflutningar og fleira verk tengd Covid-19 eru fyrirferðamikil. Hann ræddi einnig brunavarnir fyrir jólin og áramótin og gaf góð ráð. Við heyrðum svo í Skapta Hallgrímssyni, ritstjóra www.akureyri.net. Skapti var blaðamaður, fréttastjóri og ljósmyndari í 36 ár hjá Morgunblaðinu og er nú kominn í stól ritstjóra hjá fjölmiðli sem hann sjálfur stofnaði og rekur. Við fengum Skapta til að segja okkur frá starfinu, helstu fréttum og hátíðarstemningunni fyrir norðan og svo leitinni að uppruna gamalla ljósmynda. Lesandi vikunnar að þessu sinni var söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV