Spurningar hlustenda um heimilisbókhaldið og ADHD - a podcast by RÚV

from 2021-10-14T11:03

:: ::

Í dag var sérfræðingur í þættinum eins og á fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var það Eggert Þröstur Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands og forstöðumaður þjóðhagsvarúðar. Hann hefur talað um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og það er einmitt heimilisbókhaldið sem við einbeitum okkur að í dag með Eggerti. Í fyrri hluta þáttarins sagði hann okkur frá sínu starfi og fræddi okkur um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og í seinni hlutanum svaraði Eggert spurningum sem hlustendur sendu inn í pósthólf þáttarins, en netfangið er mannlegi@ruv.is. Október er mánuður vitundarvakningar um ADHD og nú í lok mánaðar fer fram málþing um stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta og tómstundastarfi. Einn af þeim sem tekur til máls á þinginu er Bóas Valdórsson sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bóas kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV