Svifryksmengun, Geirmundur á Króknum og fósturtalningar - a podcast by RÚV

from 2021-04-13T11:03

:: ::

Samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu metur stofnunin út frá styrk loftmengunarefna, að á Íslandi megi rekja allt að 80 ótímabær dauðsföll á ári til svifryks. Við fengum Þröst Þorsteinsson prófessor í umhverfis-og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands í þáttinn til að segja okkur frá niðurstöðum rannsóknar sem hann var að gera á áhrifum hraða umferðarinnar á loftmengun og svifryksmengun. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður á Sauðárkróki á afmæli í dag og við slógum á þráðinn norður til hans. Geirmundur er með 120 fjár á fóðrum á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og fer daglega í fjárhúsin að gefa og það vakti landsathygli fyrir nokkrum vikum þegar tvö lömb litu dagsins ljós í miðjum rúningi. Auk þess sagði hann frá því þegar hann tvíbraut á sér ökklann þegar hann datt á svellbunka fyrir rúmu ári. Og meira tengt sauðburði. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, lagði leið sína að bænum Ytri-Fagradal á Skarðströnd þar sem Heiða Guðný Ásgeirsdóttir taldi fósturvísa í ám og huðnum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV