Valdimar Þór Svavarsson svarar spurningum um meðvirkni - a podcast by RÚV

from 2021-04-29T11:03

:: ::

Það er fimmtudagur í dag og þá var með okkur sérfræðingur eins og á öðrum fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var sérfræðingur þáttarins Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi. Valdimar var hjá okkur fyrir nokkrum vikum og ræddi þá um meðvirkni og í framhaldi af því ákváðum við að fá hann sem sérfræðing. Umræðuefnið okkar í dag var aðallega meðvirkni en við komum einnig inná samskipti,virðingu, að læra að setja mörk og fleira. Hlustendur sendu inn spurningar sem flestar tengdust meðvirkni. Valdimar hefur menntað sig í áfalla- og uppeldisfræðum og hefur sérstaklega unnið með meðvirkni. Meðvirkni getur birst á ýmsan hátt og er yfirleitt eitthvað sem við tökum með okkur yfirleitt úr æsku, meðvirkni birtist í samböndum, á vinnustað, innan fjölskyldna og víðar. En eins og Valdimar lýsti því síðast: Meðvirkni er eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum, sem svo getur þróast út í að verða óeðlileg viðbrögð við eðlilegum aðstæðum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Further episodes of Mannlegi þátturinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV