Morgunkaffið í Tel Aviv - Una Sighvats, Baldur Þórhalls&Eurovision - a podcast by RÚV

from 2019-05-11T09:03

:: ::

Morgunkaffið var í beinni útsendingu frá Tel Aviv á þessum ágæta laugardagsmorgni þegar þrír dagar eru í fyrri undankeppni Eurovision þar sem Hatari stígur á svið í Expo höllinni í borginni. Það er alveg óhætt að segja að þátturinn litist af Eurovision en svo fengu Björg og Gísli Marteinn líka til sín góða gesti. Stjórnmálafræðiprófessorinn Baldur Þórhallsson kíkti í einn rjúkandi kaffibolla og ræddi meðal annars um tengsl pólitíkur og stórviðburða í menningarheiminum. Síðan kom Una Sighvatsdóttir blaðamaður og starfsmaður NATÓ líka í kaffi til okkar en hún hefur á síðasta ári verið útum allan heim við störf sín. Morgunkaffið náði svo einkaviðtali við Darude, manninn sem samdi stórsmellinn Sandstorm og auðvitað fullt af góðri tónlist og góðu stuði.

Further episodes of Morgunkaffið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV