1.feb - Portúgal, Spotify, dýravernd, offita, Bændablaðið og tæknin - a podcast by RÚV

from 2022-02-01T06:50

:: ::

Sósíalistaflokkur Antonios Costa forsætisráðherra Portúgals vann nokkuð óvæntan sigur í þingkosningum sem fóru í landinu í gær. Sósíalistaflokkurinn hefur eftir kosningarnar 117 af 230 sætum portúgalska þingsins. Við ræddum við Gretti Gautason, sem er búsettur í Porto í Portúgal, um kosningarnar og lífið þar í landi þessa dagana. Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp sem fjalla um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að tónlistarmenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell ákváðu að fjarlægja tónlist sína af veitunni. Listamennirnir vildu með því lýsa andstöðu sinni við hlaðvarp Joes Rogen, sem er eitt það vinsælasta í heimi. Við spjölluðum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í gær birtist harðorð grein á Vísi þar sem það er fullyrt að Dýraverndarsamtök Íslands hafi brugðist hlutverki sínu, standi með hagsmunahöflum í blóðmerarmálinu, stjórn þess hafi ekki endurnýjað umboð sitt í fjögur ár og að fjármál félagsins séu í algjörum ólestri. Greinin er skrifuð af þeim Lindu Karen Gunnarsdóttur hestfræðingi og Rósu Líf Darradóttur lækni sem komu til okkar. Fréttaflutningur um helgina þess efnis að Sjúkratryggingum þyki nóg um kostnað við lyf sem gefin eru fólki sem glímir við offitu - og frekari fréttir af nýjum læknismeðferðum sem gera jafnvel ráð fyrir að of þungt fólk neyti aðeins 6-800 hitaeininga á dag í 12-20 vikur, hafa sannarlega vakið athygli og jafnvel reiði einhverra. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, doktorsnemi í næringarfræði og stjórnarkona í Samtökum um líkamsvirðingu kom til okkar að ræða þessi mál. Bændablaðið, eitt vinsælasta dagblað landsins, leitar nú nýs ritstjóra. Hörður Kristjánsson, ritstjóri blaðsins til margra ára er að hætta sökum aldurs og er tilbúinn að færa keflið nýjum arftaka sem fær það verðuga verkefni að halda vinsældum blaðsins áfram og skrifa forvitnilegar og skemmtilegar fréttir úr íslenskum landbúnaði. Í lok þáttar fórum við yfir helstu tíðindi úr heimi tækninnar með Guðmundi Jóhannssyni. Í þetta skiptið ætlum við að ræða hvernig tæknin er í auknum mæli að ryðja sér til rúms í heilbrigðisþjónustu. Tónlist: Vegir liggja til allra átta - Lay Low Dansarinn - Daníel Ágúst Hope and Fortune - Svavar Knútur ft. Irish Mythen Stadium - Vök Big Time Sensuality - Björk Take on me - A-ha Rocky Trail - Kings of Convenience

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV