10. sept. - Nándin, málfar, jóga, loftbrú og uppistand - a podcast by RÚV

from 2020-09-10T08:50

:: ::

Matarbúðin Nándin fékk í vikunni Bláskelina, en Bláskelin er viðurkenning Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn og prýðilegt fordæmi, eins og það er orðað. Þóra Þórisdóttir frá Matarbúðinni kom til okkar og sagði okkur frá því sem þau eru að gera. Anna Sigríður Þráinsdóttir leit við og ræddi íslenskt mál, m.a. metrakerfið. Á morgun gefst fólki kostur á að taka þátt í neðansjávarjóga og slökun á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Það er jógakennarinn Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir sem mun halda utan um viðburðinn og sjá til þess að þátttakendur fari slakir út í helgina. Gígja Hólmgeirsdóttir spjallaði við Arnbjörgu í hljóðveri fyrir norðan. Í gær kynnti samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, verkefnið Loftbrú sem gengur út á að niðurgreiða flugfargjöld, til þeirra sem búa úti á landi, til Reykjavíkur. En hvernig líst sveitarstjórnarfólki á landsbyggðinni á verkefnið? Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs var á línunni hjá okkur. VHS biðst forláts er nafn á uppistandssýningu sem hópurinn VHS stendur fyrir í Tjarnarbíó um þessar mundir. Þetta er önnur sýning VHS flokksins, en sú fyrri, Endurmenntun, gekk vel á sviði og endaði á skjám landsmanna sl. jól. Þrír grínarar standa að baki VHS og tveir þeirra, Villi Neto og Stefán Ingvar Vigfússon kíktu til okkar í létt spjall og spaug. Tónlist: Geiri Sæm og Hunangstunglið - Froðan. Brook Benton - Rainy night in Georgia. Sycamore Tree - Home again. Nýdönsk - Apaspil. Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín. Lenny Kravitz - Fly away. Angurværð - Aðeins eina þrá. Vök - Erase you. BTS - Dynamite. Bang Gang - Stop in the name of love.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV