13. des - fjarvinna, líðan ungmenna, eignir ríkisins, Vogur o.m.fl - a podcast by RÚV

from 2022-01-13T06:50

:: ::

Þessar vikurnar vinna ansi margir heiman að frá sér og flest fyrirtæki eru orðin ansi sjóuð í því að láta fjarvinnu starfsfólks ganga vel upp. Á Flateyri opnaði í haust fjarvinnufyrirtækið Skúrin sem býður fólki að leigja skrifstofuaðstöðu í svokölluðu samvinnurými. Við slógum á þráðinn til Katrínar Maríu Gísladóttur, rekstraraðila Skúrinnar á Flateyri. Fyrirhugaðar eru endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Verksmiðjan var starfrækt frá nóvember 2016 til september 2017 en Umhverfisstofnun stöðvaði reksturinn vegna mengunar. Við heyrðum í Guðbrandi Einarssyni, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem er vonsvikinn með ákvörðun Skipulagsstofnunar um að veita aftur starfsleyfi fyrir fyrsta áfanga kísilverksmiðjunnar. Ólafur Guðmundsson geðlæknir kom til okkar en hann hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og ungmenna í faraldrinum og telur bæði fjölmiðla og sóttvarnayfirvöld að sumu leyti mála of dökka mynd af ástandinu í faraldrinum, vissulega til að tryggja það að allir fylgi settum reglum, en slík orðræða og ofuráhersla á faraldurinn hafi neikvæðar afleiðingar fyrir unga fólkið. Íslenska ríkið á yfir fjörutíu fyrirtæki og þar á meðal eru fjölmiðill, þ.e. Ríkisútvarpið, áfengisverslun, happdrætti, póstdreifing og ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta þykir þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Óla Birni Kárasyni, of mikið en hann hefur áhyggjur af því að fyrirtækin skili lítilli arðsemi. Óli spyr einfaldlega til hvers ríkið sé að eiga fyrirtæki og félög. Sjúkrahúsið Vogur opnar aftur í dag eftir að hafa þurft að loka í viku vegna hópsmits. Fjörutíu og tveir sjúklingar þurftu ýmist í sóttkví eða einangrun vegna smitsins og verulegur fjöldi starfsfólks sjúkrahússins sömuleiðis. Við heyrðum í Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni. Fjölskylda sex ára stelpu sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysinu á Akureyri síðasta sumar - þegar hoppukastali tókst á loft með yfir hundrað börnum innbyrðis - stofnaði nýlega áheita- og styrktarsíðu á Facebook, sem ber heitið Áfram Klara. Við ræddum við Auðbjörgu Björnsdóttur, frænku Klöru, um endurhæfinguna og styrktarsíðuna. Tónlist: Frelsið - NýDönsk Eins og það var - Regína Ósk Watermelon Sugar - Harry Styles Oh My God - Adele On Melancholy Hill - Gorillaz Vogur - Birnir Going to a town - Rufus Wainwright Love is back - Celeste Respect - Aretha Franklin Because of You - Mono Town

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV