13. júl - bólusetn, ferðalög, lunga, norðurlönd, vegan - a podcast by RÚV

from 2021-07-13T06:50

:: ::

Umsjón Felix Bergsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir 7:15. Í dag og á morgun verður síðustu bólusetningarskömmtunum komið í upphandleggi þjóðarinnar fyrir langþráð sumarfrí þess heilbrigðisstarfsfólks sem hefur staðið vaktina í Laugardalshöll og á Heilsugæslustöðvum út um allt land. Við heyrðum í Guðnýju Friðriksdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar á Akureyri. 7:30. Nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur og ferðatakmörkunum hefur verið aflétt eru án efa margir sem stefna á útlönd. Það eru þó ekki öll lönd sem hafa aflétt takmörkunum eins og Ísland og flækjustig innritunar flugfarþega á Leifsstöð er nokkuð hátt. Icelandair hefur nú tekið í notkun upplýsingakerfið Sherpa til að auðvelda ferðalöngum lífið og Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjo?ri so?lu- og þjo?nustusviðs Icelandair, fór yfir hvernig kerfið getur nýst fólki. 7:45. Lunga, Listahátíð ungs fólks, fer fram á Seyðisfirði í 21. skipti í vikunni. Hátíðin fór ekki fram í fyrra og listþyrst ungmenni því auðvitað spennt að hefjast handa við að skapa. Við hringdum á Seyðisfjörð og ræddum við Björtu Sigfinnsdóttir framkvæmdarstýru Lunga um allt það sem framundan er í vikunni hjá þeim. 8:05. Margir hafa áhyggjur af niðurskurði til ýmissa málaflokka í samstarfi norðurlandaþjóðanna í gegnum Norðurlandaráð en það mun koma til vegna tilfærslu fjármuna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Sérstaklega hefur mikill niðurskurður til menningarmála verið nefndur. Forstöðumaður Norræna hússins hefur komið fram og sagt að niðurskurðurinn sem verði allt að 25% muni gera rekstrinum mjög erfitt fyrir. Hrannar Björn Arnarsson formaður norræna félagsins kom í morgunútvarpið og ræddi norræna samstarfið 8:35. Kristján Thors og Atli Stefán Yngvason eru mennirnir á bak við fyrirtækið VEGAnGERÐINA sem framleiðir tempeh. En tempeh er indónesískur réttur sem ekki hefur verið framleiddur hérlendis og er gerjuð matvara úr baunum, byggi og sveppagróum. Við forvitnuðumst um þessa merkilegu afurð.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV