15. nóv - Salan á Mílu, rafíþróttir á Húsavík, sóttvarnir og tónleikar - a podcast by RÚV

from 2021-11-15T06:50

:: ::

Salan á fjarskiptafyrirtækinu Mílu hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki, og þá sérstaklega út af meintum áhrifum hennar á þjóðaröryggi Íslendinga. Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði grein á dögunum þar sem hún vakti athygli á því að Alþingi hefði enn tíma til að setja skilyrði við söluna til að tryggja hagsmuni Íslands í málinu. Rafíþróttir hafa verið fyrirferðamiklar í Morgunútvarpinu undanfarið. Þær eru vaxandi hjá hinum ýmsu íþróttafélögum sem bjóða upp á þjálfun í tölvuleikjaspili en nú hefur Framhaldsskólinn á Húsavík um nokkurra mánaða skeið kennt áfanga í rafíþróttum og stefnir á að setja á fót heila námsbraut helgaða þeim. Við heyrðum í Sigurði Narfa Rúnarssyni, kennara á Húsavík, um þessa nýju tegund náms. Grófum ofbeldisverkum hefur fjölgað undanfarið, að sögn lögreglu, og gripið er fyrr til vopna en áður. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss hefur sagt að svo virðist sem það hafi færst í vöxt að ungt fólk beiti ofbeldi en hnífaárás ungra manna aðfaranótt laugardags í Garðabæ vakti óhug margra. Við ræddum við Guðrúnu Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðing um aukið ofbeldi barna og ungmenna. Ríkisstjórnin ákvað á föstudag að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er vísað til þess að vaxandi fjöldi smita hafi skapað mikið álag á Landspítalanum og heilbrigðiskerfið í heild. Við ræddum við Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, og Öla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um hertar sóttvarnaaðgerðir, heilbrigðiskerfið og stjórnarmyndunarviðræður. Jólatónleikavertíðin er óðum að hefjast þrátt fyrir samkomutakmarkanir og í kvöld fara tvennir slíkir fram, nefnilega jólatónleikar Lalla töframanns. Lárus Blöndal, töframaður, kom til okkar með gítarinn. Í lok þáttar fórum við yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttir, íþróttafréttakonu. Lög: Phantom - Of Monsters and Men Love again - Dua Lipa Yellow - Coldplay Better off - Bony Man Just my Imagination - Cranberries Shivers - Ed Sheeran

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV