17. des - Áburður, glæpahópar, hjálpræðisher, Eurovision og tíska - a podcast by RÚV

from 2021-12-17T06:50

:: ::

Bændablaðið greindi frá því í gær að hafin væri undirbúningsvinna fyrir áburðarverksmiðju á Reyðarfirði. Heimsmarkaðsverð á áburði hefur hækkað gríðarlega auk þess sem kolefnisfótspor innflutts áburðar hingað til lands er hátt. Ég hringdi austur í Jón Björn Hákonarson, sveitarstjóra Fjarðabyggðar, til að ræða þessi áform. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi með beinum eða óbeinum hættu og að veltan geti numið milljörðum ár hvert. Ég ræddi við Runólf Þórhallsson, yfirlögregluþjón í greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Jólaandinn svífur svo sannarlega yfir vötnum hjá Hjálpræðishernum fyrir jólin. Nokkur hundruð manns fá gjafir frá hernum og á aðfangadag er boðið til sannkallaðrar jólaveislu. Hulda Geirsdóttir kíkti við í húsnæði hersins í Reykjavík og hitti Hjördísi Kristinsdóttur svæðisstjóra. Á föstudögum förum við yfir það sem bar hæst í fréttum vikunnar, í þetta skipti með Árna Helgasyni lögmanni og hlaðvarpsstjórnanda og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, formanni Samtakanna 78. Aðdáendur Eurovision fá sitthvað fyrir sinn snúð um helgina því Junior Eurovision - söngvakeppni unga fólksins - verður sýnd á sunnudagskvöld á RÚV. Felix Bergsson, sem situr í stýrihópi Eurovison á Evrópuvísu, kom til mín og sagði mér allt af létta um þessa skemmtilegu keppni. Við spáðum að lokum í jólatískunni með Álfrúnu Pálsdóttur, tískusérfræðingi og kynningarstjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Tónlist: Júníus Meyvant - Ástarsæla Baggalútur - Styttist í það Paul McCartney - Wonderful Christmastime Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir - Jólailmur Vök - Lost in the Weekend Michael Buble - The Christmas Song

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV